30.07.2011 23:24
Annar keppnisdagur á ULM
Keppnisdegi númer tvö á ULM er lokið. Arna Sól Mánadóttir náði 5. sæti í spjótkasti í flokki 14 ára, Guðjón Bjarki Hildarson keppti í langstökki og bætti sinn árangur, stökk 4,11m í flokki 13 ára. Íris Jóhannsdóttir keppti líka í langstökki og bætti líka sinn árangur, stökk 3,09 í flokki 12 ára.
Keppni í körfubolta og fótbolta gekk ágætlega. Allir keppendur og mótsgestir á tjaldsvæði USVH og HSS eru nú saddir og glaðir eftir glæsilega grillveislu hjá Húnvetningum.
Það er búið að setja myndir af keppninni á ULM í myndaalbúm hér á síðunni okkar.
Skrifað af Vignir
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01