31.07.2011 22:39
Fréttir frá ULM
Þriðja keppnisdegi á ULM er lokið. Branddís Ösp Ragnarsdóttir og Helga Dögg Lárusdóttir kepptu í langstökki í flokki 13 ára. Ólafur Johnsson keppti líka í langstökki í flokki 12 ára og Guðjón Bjarki Hildarson í 600 m. hlaupi í flokki 13 ára.
Stelpur 11-12 ára fengu silfurverðlaun í körfubolta, stelpur 17-18 ára fengu gullverðlaun í körfubolta.
Stelpur 17-18 ára fengu bronsverðlaun í fótbolta, strákar 11-12 ára náðu 5. sæti í fótbolta.
Strákar 17-18 ára, Guðjón Þórólfsson, Ólafur Másson, Benedikt Bjarkason, Magnús Ingi Einarsson og félagar hlutu gullverðlaun í fótbolta.
Fleiri myndir frá keppninni á ULM eru komnar inná heimasíðu HSS.