16.08.2011 09:24

Barnamót HSS sunnudaginn 21. ágúst

Barnamót HSS verður haldið á Drangsnesi sunnudaginn 21. ágúst næstkomandi. Mótið hefst kl. 14:00. Tímaseðil mótsins má sjá með því að smella hér, en keppnisgreinar eru eftirfarandi:
   
Börn 8 ára og yngri: 60 m. hlaup, boltakast og langstökk
Börn 9-10 ára: 60 m. hlaup, boltakast og langstökk
Börn 11-12 ára: 60 m. hlaup, kúluvarp, spjótkast, langstökk og hástökk
 
Framkvæmdastjóri HSS tekur á móti skráningum á mótið, en einungis verður tekið við skráningum í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Skrá þarf þátttöku fyrir kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 20. ágúst.
 
Eftir mótið ætlum við síðan að gera okkur glaðan dag saman á Drangsnesi með því að fíra upp í grillinu - allir fá pylsur, drykk og tilheyrandi meðlæti!
 
Fjölmennum nú öll á Barnamótið á Drangsnesi og hvetjum krakkana okkar til dáða!


 
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01