19.08.2011 12:57

KSH styður höfðinglega við Barnamót HSS



Það er HSS mikilvægt að eiga góðvini heima í héraði sem sjá sér fært að styðja við bakið á starfsemi sambandsins. Í gegnum tíðina hafa t.d. sveitarfélögin á Ströndum stutt vel við starfsemina auk annarra fyrirtækja á svæðinu.

Það er afar ánægjulegt að skýra frá því að Kaupfélag Steingrímsfjarðar ætlar að styðja við Barnamótið sem verður á sunnudaginn á höfðinglegan hátt með veitingum eftir mót. Héraðssambandið kann KSH sínar bestu þakkir fyrir stuðninginn og hvetur fólk að sjálfsögðu til að versla í heimabyggð við þá samfélagsstoð sem Kaupfélagið sannarlega er!

Einnig er minnt á skráningu á Barnamótið á sunnudag - hún er í fullum gangi og fer fram í gegnum netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Skráningu lýkur á hádegi laugardaginn 20. ágúst.
 
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01