23.08.2011 09:19
Harpa í þriðja sæti á Bikarkeppni FRÍ
Harpa Óskarsdóttir í Umf. Neista á Drangsnesi keppti í spjótkasti í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri sem fram fór í Kaplakrika síðasta sunnudag. Hún keppti fyrir lið Vesturlands og stóð sig með prýði. Lengsta kastið var 32,52 m. sem dugði henni í þriðja sæti, en flestir keppendur í spjótinu voru einu eða tveimur árum eldri en Harpa sem er 13 ára gömul.
Þeir sem luma á fréttum af afrekum íþróttafólks af Ströndum eða innan raða HSS er vinsamlegast bent á að láta framkvæmdastjóra vita í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is! Það er mikilvægt að miðla fréttum af fólkinu okkar :)
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01