23.08.2011 14:02

Frjálsíþróttamót á Akureyri og í Borgarnesi

Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum fer fram á Akureyri um næstu helgi. Aðilar innan HSS sem hafa hug á að skrá sig geta haft samband við framkvæmdastjóra í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í s. 894-1941. Fyrir liggur að íþróttamaður ársins hjá HSS árið 2010, Hadda Borg Björnsdóttir, mun keppa í hástökki í flokki stúlkna 18-19 ára. Hægt er að skoða tímaseðil og aðrar upplýsingar um Meistaramótið með því að smella hér.

Þá er rétt að minna á fjölþrautarmót UMSB sem fram fer á Skallagrímsvelli laugardaginn 3. september nk. Mótið er ætlað keppendum fæddum 1996 og síðar (15 ára og yngri) og þátttökugjald er kr. 1.500.- Nálgast má allar upplýsingar um mótið með því að smella hér.
 
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01