26.08.2011 11:57
Göngum í skólann
Líkt og undanfarin ár er ÍSÍ í forsvari fyrir hvatningarátakið Göngum í skólann. Að þessu sinni hefst það með setningu miðvikudaginn 7. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október.
Að þessu sinni er verið að halda verkefnið í fimmta sinn hér á landi. Sem fyrr verður lögð áhersla á að börn gangi eða hjóli til og frá skóla. Markmið verkefnisins eru að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.
Á síðasta ári tóku milljónir barna frá 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt með einum eða öðrum hætti í alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann. Þátttökumet var slegið hér á landi með þáttöku 52 skóla um allt land.
Samstarfsaðilar eru mennta- og menningarmálaráðuneyti, Umferðarstofa, Landlæknisembættið, Heimili og skóli - landssamtök foreldra, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Ríkislögreglustjórinn.
Skráningarfrestur er til 1. september en allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.gongumiskolann.is.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01