05.09.2011 08:36
Hadda náði í silfur á Meistaramóti Íslands 15-22 ára

Íþróttamaður HSS árið 2010, Hadda Borg Björnsdóttir, slær ekki slöku við í hástökkinu. Hún keppti í hástökki fyrir hönd HSS á Meistaramóti Frjálsíþróttasambands Íslands 15-22 ára, en mótið fór fram á Akureyri helgina 26.-27. ágúst. Hadda vippaði sér þá yfir 1,54 m. Sú hæð dugði henni í annað sætið sem er frábær árangur á jafn sterku móti og raun ber vitni.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 943
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 311137
Samtals gestir: 32305
Tölur uppfærðar: 5.12.2025 00:39:38
