05.09.2011 08:57
FC Grettir gerir það gott í boltanum
Knattspyrnukappar úr Sundfélaginu Gretti, ásamt öðrum knáum fótboltaköppum af Ströndum, hafa í sumar verið að spila í svonefndri Carlsberg-deild í fótbolta. Liðið gengur þar undir nafninu FC Grettir og í stuttu máli sagt hefur liðinu gengið afskaplega vel, unnið sjö leiki af níu, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Þá hefur liðið raðað inn 54 mörkum og einungis fengið á sig fjórtán.
Deildarkeppninni er nú lokið og FC Grettir endaði í efsta sæti síns riðils, en deildinni er skipt upp í fjóra riðla. Fjögur efstu lið riðlanna komast áfram í úrslitakeppni sem hefst innan skamms.
Hér má sjá lokastöðuna í riðlinum.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 19
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 541
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 248706
Samtals gestir: 27563
Tölur uppfærðar: 31.7.2025 01:58:21