05.09.2011 09:21
Sumarlok hjá Umf. Hörpu
Nú er æfingum og sumarstarfi flestra ungmennafélaganna á Ströndum að ljúka. Sumarstarfi Umf. Hörpu í Bæjarhreppi lauk formlega með sameiginlegri knattspyrnu- og frjálsíþróttaæfingu miðvikudagskvöldið 17. ágúst síðastliðinn á Kollsárvelli, en starf félagsins hefur að vanda verið öflugt í sumar.
Eftir skemmtilega æfingu voru grillaðar pulsur fyrir iðkendur og aðra sem mættu, en fjölmargir foreldrar og aðstandendur mættu á svæðið og tóku þátt í vel heppnuðu kvöldi. Þó svo að sumarstarfinu hjá Hörpu sé formlega lokið eru enn þó nokkrir keppendur sem stunda íþróttir af fullum krafti og fara á þau mót sem í boði eru. Í tilkynningu frá stjórn Umf. Hörpu kemur fram að stjórnin vill þakka iðkendum innan raða félagsins innilega fyrir sumarið, auk þess sem kærum þökkum er komið á framfæri til þjálfara og aðstandenda fyrir vel unnin störf og gott samstarf í sumar, ásamt öllum þeim sem aðstoðuðu við allt það sem gera þurfti.
Hér fyrir neðan gefur að líta nokkrar myndir sem Guðbjörg Jónsdóttir á Kolbeinsá tók við þetta tækifæri.
Eftir skemmtilega æfingu voru grillaðar pulsur fyrir iðkendur og aðra sem mættu, en fjölmargir foreldrar og aðstandendur mættu á svæðið og tóku þátt í vel heppnuðu kvöldi. Þó svo að sumarstarfinu hjá Hörpu sé formlega lokið eru enn þó nokkrir keppendur sem stunda íþróttir af fullum krafti og fara á þau mót sem í boði eru. Í tilkynningu frá stjórn Umf. Hörpu kemur fram að stjórnin vill þakka iðkendum innan raða félagsins innilega fyrir sumarið, auk þess sem kærum þökkum er komið á framfæri til þjálfara og aðstandenda fyrir vel unnin störf og gott samstarf í sumar, ásamt öllum þeim sem aðstoðuðu við allt það sem gera þurfti.
Hér fyrir neðan gefur að líta nokkrar myndir sem Guðbjörg Jónsdóttir á Kolbeinsá tók við þetta tækifæri.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 917
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 256
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 344365
Samtals gestir: 33016
Tölur uppfærðar: 27.1.2026 17:51:54
