06.09.2011 08:39

Fjarnám í þjálfaramenntun

ÍSÍ býður upp á fjarnám í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs á haustönn 2011. 

Fjarnám 1. stigs hefst 26. september og er skráningarfrestur til fimmtudagsins 22. september.  Námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar og er öllum opið sem lokið hafa grunnskólaprófi.  Þátttökugjald er kr. 24.000.- og eru þá öll námskeiðsgögn innifalin.  Námið jafngildir ÍÞF 1024 í framhaldsskólum og er metið í báðar áttir milli skólakerfisins og ÍSÍ.

Fjarnám 2. stigs hefst 3. október og er skráningarfrestur til 29. september.  Námið gildir, eins og nám á 1. stigi, jafnt fyrir allar íþróttagreinar og er opið öllum sem lokið hafa námi á 1. stigi almenns hluta eða sambærilegu námi s.s. Íþr 1024 í framhaldsskóla.  Þátttakendur þurfa einnig að hafa 6 mánaða starfsreynslu sem þjálfarar og að hafa lokið skyndihjálparprófi.

Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ og fjarnámið gefur sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ á vidar@isi.is eða í síma 460-1467.

Frétt tekin af vef ÍSÍ, www.isi.is.
 
  
Flettingar í dag: 1045
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1090
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 275869
Samtals gestir: 31002
Tölur uppfærðar: 13.9.2025 23:36:28