06.09.2011 08:50
Vignissynir kepptu í Borgarnesi
Bræðurnir Friðrik Heiðar og Jón Haukur Vignissynir kepptu fyrir HSS á fjölþrautarmóti Skallagríms sem fram fór á Skallagrímsvelli í Borgarnesi laugardaginn 3. september sl. Piltarnir stóðu sig með miklum sóma, en þeir voru yngstir keppenda á mótinu. Báðir hafa verið virkir þátttakendur á íþróttamótum á Ströndum undanfarin ár. Greinarnar sem þeir kepptu í voru kúluvarp, 60 m. hlaup, langstökk og 400 m. hlaup.
HSS óskar þeim bræðrum og foreldrum þeirra til hamingju, bæði með þátttökuna í mótinu og líka með litlu systur þeirra sem kom í heiminn þann 5. september sl. Þar græddi HSS án efa framtíðarafrekskonu!
HSS óskar þeim bræðrum og foreldrum þeirra til hamingju, bæði með þátttökuna í mótinu og líka með litlu systur þeirra sem kom í heiminn þann 5. september sl. Þar græddi HSS án efa framtíðarafrekskonu!
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 412
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 248558
Samtals gestir: 27548
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 19:40:25