12.09.2011 10:46

Harpa Óskars er skíðamaður ársins


Keppendur á Firmamóti Skíðafélagsins 2011 - ljósm. http://mundipals.123.is.

Skíðafélag Strandamanna er geysiöflugt íþróttafélag. Starfsemi þess í vetur er þegar hafin, en undanfarna sunnudaga hafa félagar hist einu sinni í viku á nýmalbikuðu plani milli Hólmadrangs og Hleinar á Hólmavík og æft þar á hjóla- eða línuskautum.

Uppskeruhátíð félagsins fyrir árið 2011 haldin í lok ágúst. Þá gerðu menn sér góðan dag, grilluðu lambalæri af Ströndum og heiðruðu þá sem stóðu sig vel á síðasta starfsári. Afhentar voru viðurkenningar fyrir ástundun og framfarir á síðasta keppnistímabili. Einnig voru afhent verðlaun fyrir fjögur skíðamót sem haldin voru síðastliðinn vetur. Fjögur ungmenni fengu bikar fyrir góða ástundun en það voru þau Númi Leó Rósmundsson, Branddís Ösp Ragnarsdóttir, Stefán Snær Ragnarsson og Hilmar Tryggvi Kristjánsson. Hilmar Tryggvi fékk einnig bikar fyrir framfarir síðastliðinn vetur.
 
Síðast en alls ekki síst má nefna að skíðamaður ársins hjá félaginu var kosin Harpa Óskarsdóttir, en hún stóð sig frábærlega og sigraði t.d. bæði í göngu með hefðbundinni aðferð og frjálsri aðferð á Andrésar-andarleikunum á Akureyri.
 
Hægt er að fylgjast með starfsemi Skíðafélagsins á vefsíðu þess, http://sfstranda.blogcentral.is
 
 
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01