19.09.2011 10:00

Mótorkrossarar í Landanum



Í sjónvarpsþættinum Landanum sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu á sunnudaginn var rætt við unga og sprellfjöruga iðkendur í Mótorkrossfélagi Geislans sem hefur aðsetur sitt á mótorkrossbrautinni rétt utan við Hólmavík. Mikil vinna hefur verið lögð í uppbyggingu brautarinnar undanfarin ár, en hún ber nafnið Skeljavíkurbraut og er lögleg 1.400 metra löng keppnis- og æfingabraut fyrir fyrir minni hjól eða fyrir hjól með allt að 85cc tvígengis- eða 125 fjórgengisvélum.
 
Unga fólkið okkar kom að vanda vel fyrir í þættinum og var íþróttamenningunni á Ströndum til mikils sóma.
 
Flettingar í dag: 1045
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1090
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 275869
Samtals gestir: 31002
Tölur uppfærðar: 13.9.2025 23:36:28