23.09.2011 10:20

Æfingar hjá Umf. Geislanum í vetur

 


Nú er vetrarstarf að hefjast hjá flestum aðildarfélögum HSS. Hér ofar á síðunni, undir flipanum "Æfingadagskrá" verður æfingaplan félaganna sett upp á aðgengilegan hátt og verður þar í allan vetur. Æfingaplan Umf. Geislans á Hólmavík er nú þegar komið á síðuna, en þar er öflugt starf fjóra daga í viku. Sjáið æfingaplanið með því að smella hér.

Formenn eða umsjónaraðilar aðildarfélaga og HSS (og annarra íþróttafélaga) eru eindregið hvött til að senda æfingadagskrár vetrarins til birtingar hér á vefnum, auk annarra frétta af starfsemi félaganna. Netfangið er tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

 
Flettingar í dag: 1045
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1090
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 275869
Samtals gestir: 31002
Tölur uppfærðar: 13.9.2025 23:36:28