11.10.2011 10:01
Guðjón Hraunberg Íslandsmeistari í 4. deild í boccia
Það er ekki á hverjum degi sem Strandamenn verða Íslandsmeistarar í sinni íþróttagrein. Um helgina vann Guðjón Hraunberg Björnsson, Íþróttafélaginu Ívari á Ísafirði og nágrenni, til gullverðlauna í einstaklingskeppni á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í boccia sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Alls mættu 220 keppendur til leiks. Keppt var í sjö deildum þar sem keppendur eiga möguleika á að vinna sig upp um deild en Guðjón keppti í 4. deild. Auk deildarkeppninnar voru sérflokkar fyrir mikið hreyfihamlaða keppendur. Íþróttafélagið Ívar sendi tíu keppendur á mótið og gekk þeim flestum vel, þótt Guðjón hafi verið sá eini sem komst í úrslit.

Aðstaða til keppni þótti mjög góð en keppt var á 18 völlum í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Framkvæmd og skipulag mótsins var til fyrirmyndar og íþróttafélagið Ægir fékk jákvæð viðbrögð við ósk um aðstoð heimamanna vegna dómgæslu á mótinu. Markmiðið með að halda Íslandsmót í heimabyggð aðildarfélaga ÍF er að vekja athygli á starfsemi félaganna á hverjum stað og gildi þess að aðgengi fyrir alla sé tryggt.
Frétt og mynd eru af bb.is.
Aðstaða til keppni þótti mjög góð en keppt var á 18 völlum í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Framkvæmd og skipulag mótsins var til fyrirmyndar og íþróttafélagið Ægir fékk jákvæð viðbrögð við ósk um aðstoð heimamanna vegna dómgæslu á mótinu. Markmiðið með að halda Íslandsmót í heimabyggð aðildarfélaga ÍF er að vekja athygli á starfsemi félaganna á hverjum stað og gildi þess að aðgengi fyrir alla sé tryggt.
Frétt og mynd eru af bb.is.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 412
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 248558
Samtals gestir: 27548
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 19:40:25