14.10.2011 14:31

Strandamenn á sambandsþing um helgina




47. Sambandsþing Ungmennafélags Íslands verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri um helgina. Samtals eiga 135 fulltrúar rétt til setu á þinginu frá 18 héraðssamböndum og 10 félögum með beina aðild. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands flytur ávarp við þingsetninguna. Mogens Kirkeby, forseti ISCA, mun sitja þingið. Ekki má gleyma aðalgestunum, en þeir koma af Ströndum að þessu sinni. Þaðan mætir formaður HSS; Vignir Örn Pálsson, auk systranna Dagrúnar og Sigrúnar Kristinsdætra sem eru búsettar á Akureyri við framhaldsskólanám þessi misserin.

Þingsetning verður klukkan 10 á laugardagsmorgninum og í framhaldinu verða kosnir starfsmenn þingsins. Þingstörfum á laugardeginum lýkur með nefndarstörfum sem hefjast klukkan 15.30.

Þingstörf hefjast síðan klukkan 9 á sunnudagsmorgninum. Nefndir skila áliti og síðan fara fram umræður og afgreiðsla. Þingstörf verða fram eftir degi en lýkur síðan með kosningum. Áætluð þingslit er klukkan 17 á sunnudegi.
 
Flettingar í dag: 274
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 182640
Samtals gestir: 21757
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:17:36