27.10.2011 11:42
Fjöldi Strandamanna á boltamóti á Ísafirði
Það var mikið um dýrðir á Ísafirði um síðustu
helgi, en þá fór fram innanhúsmót BÍ88 og Eimskips í 3.-8. flokki. Umf. Geislinn
á Hólmavík sendi fjölmennt lið keppenda á mótið, en um 25 iðkendur fóru frá
Hólmavík auk foreldra. Gist var í sal á Ísafirði og skemmtu
menn sér hið besta við knattspyrnuiðkun og bæjarlífsrannsóknir sem innihéldu m.a. pizzahlaðborð í Hamraborg. Börn og unglingar frá Ísafirði, Bolungarvík
og Súðavík kepptu einnig á mótinu. Að sögn Vignis Pálssonar, formanns HSS,
var leikgleðin í fyrirrúmi og allar aðstæður á Ísafirði eins góðar og á verður kosið.
Jón Jónsson smellti af nokkrum myndum á mótinu sem sjá
má hér fyrir neðan.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 1045
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1090
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 275869
Samtals gestir: 31002
Tölur uppfærðar: 13.9.2025 23:36:28