10.11.2011 14:55

Námskeið í Felix á Hólmavík

Námskeið í Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, verður haldið á Hólmavík miðvikudaginn 16. nóvember nk. Námskeiðið fer fram í húsnæði Hólmadrangs og hefst kl. 19:00. Öll íþróttafélög á starfssvæði HSS eru hvött til að senda a.m.k. einn fulltrúa á námskeiðið, enda eru skráningar í Felix og þekking á kerfinu mjög mikilvægar hverju ungmenna- og íþróttafélagi.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Rúna H. Hilmarsdóttir, umsjónarmaður Felix, en einnig mæta á svæðið þær Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri.

Öll aðildarfélög eru eindregið hvött til að senda a.m.k. einn aðila á námskeiðið sem er félögum að kostnaðarlausu, en um leið er gríðarlega mikilvægt að skráningar og árleg skil í kerfið séu eins réttar og hægt er.
 
Flettingar í dag: 250
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 248396
Samtals gestir: 27544
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 13:45:29