07.12.2011 13:22
Góð þátttaka á fótboltamóti
Fín þátttaka var á Knattspyrnumóti Hólmadrangs og HSS sem fram fór þann 27. nóvember sl. Samtals komu um 65 krakkar úr 1.-8. bekk í Íþróttamiðstöðina á Hólmavík og skemmtu sér hið besta. Keppendur innan vébanda HSS voru langflestir frá Umf. Geislanum Hólmavík. Allmargir keppendur komu frá UDN og USVH.
Rækjuvinnslan Hólmadrangur styrkti mótið veglega auk Vífilfells sem gaf drykki. Héraðssambandið bauð öllum keppendum upp á pizzuveislu eftir þátttöku og allir þáttakendur fengu verðlaunapening fyrir góða frammistöðu.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 541
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1108
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 345097
Samtals gestir: 33020
Tölur uppfærðar: 28.1.2026 15:05:14
