07.12.2011 13:28

Góðir gestir á Ströndum

Afbragðs góð mæting var á námskeið í Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ,  sem haldið var á Hólmavík miðvikudaginn 16. nóvember síðastliðinn. Námskeiðið var haldið í húsnæði Hólmadrangs og þangað mættu 12 manns víðs vegar af Ströndum. Einnig komu gestir úr Reykhólahreppi á námskeiðið. 

Leiðbeinandi á námskeiðinu var Rúna H. Hilmarsdóttir, umsjónarmaður Felix. Óhætt er að segja að menn hafi orðið margs vísari, en Felix-kerfið býður upp á ótal möguleika sem félögin geta nýtt sér til utanumhalds og umsýslu. 

Auk Rúnu mættu þær Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri einnig á Strandirnar til að heilsa upp á heimamenn.

Hólmadrangi eru færðar bestu þakkir fyrir aðstöðuna á námskeiðinu.
 
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01