03.02.2012 08:31
Lífshlaupið komið í gang
Þann 1. febrúar síðastliðinn hófst Lífshlaupið svokallaða, en það er heilsu- og
hvatningarverkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Leikurinn, sem finna má á vefnum lifshlaupid.is, hvetur landsmenn til að huga að daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er
þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta.
Lýðheilsustöð ráðleggur börnum og unglingum að hreyfa sig í minnst 60
mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Inn á vef Lífshlaupsins
er hægt að velja um þrjár leiðir til að taka þátt í Lífshlaupinu: Ef þú ert 15
ára og yngri getur þú tekið þátt í hvatningarverkefni fyrir grunnskóla. Ef þú
ert 16 ára og eldri getur þú tekið þátt í vinnustaðakeppni.
Allir geta tekið
þátt í einstaklingskeppni þar sem þátttakendur geta skráð niður sína daglegu
hreyfingu allt árið. Hægt er að fylgjast með fjölda þátttakenda, fjölda liða og
með þeim árangri sem þátttakendur ná í hverju sveitarfélagi fyrir sig með því að
smella á Staðan vinstra megin á vef Lífshlaupsins.
Við hjá HSS hvetjum sem flesta til að taka þátt í þessum stórskemmtilega leik sem eflir líkama og sál!
Flettingar í dag: 94
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 541
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 248781
Samtals gestir: 27568
Tölur uppfærðar: 31.7.2025 03:32:54