03.02.2012 19:23

Héraðsmót í skíðagöngu næsta sunnudag

HSS heldur héraðsmót í skíðagöngu sunnudaginn 5. febrúar í Selárdal og hefst mótið kl. 14.  Keppt verður í göngu þar sem fyrst er genginn 1 hringur með hefðbundinni aðferð, skipt um skíði og annar hringur genginn með frjálsri aðferð.  Ekki er skylda að skipta um skíði, heldur má ganga á þeim sömu alla leið.  Keppt er í öllum flokkum og vegalengdir eru þær sömu og í skíðafélagsmótum en sem dæmi ganga karlar 17 ára og eldri 5+5 km og konur 2,5+2,5 km.  Verðlaun verða veitt að göngu lokinni.  Mótið er öllum opið.

ATH. Fréttin hefur verið uppfærð frá því hún birtist fyrst.

Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 541
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 248786
Samtals gestir: 27568
Tölur uppfærðar: 31.7.2025 03:54:46