06.02.2012 09:21
Strandamenn gera það gott á Ísafirði
Félagar úr Skíðafélagi Strandamanna gerðu góða ferð til Ísafjarðar nú á
laugardaginn, en þar var haldið Vestfjarðamót í skíðagöngu í lengri vegalengdum.
Mótið fór fór fram á Seljalandsdal í ágætu veðri, en hiti var rétt yfir
frostmarki og nægur snjór á brautinni. Brautin var 10 km. að lengd þannig að
þeir sem gengu lengri vegalengdir en það fóru hana tvisvar til þrisvar sinnum.
Þeir Birkir Stefánsson og Ragnar Bragason gerðu sér lítið fyrir og urðu í
tveimur efstu sætunum í fjölmennasta flokki og grein mótsins, 30 km. göngu karla
35-49 ára. Þeir félagar voru talsvert langt á undan næstu mönnum. Þá kepptu
mæðgurnar Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir og Branddís Ösp Ragnarsdóttir í 20 og 10
km. göngu og náðu þar fínum árangri.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01