06.02.2012 10:27

Héraðsmót í skíðagöngu tókst vel

Héraðsmót HSS í skíðagöngu fór fram í Selárdal sunnudaginn 5. febrúar. Fyrri helmingur göngunnar var með hefðbundinni aðferð en seinni hlutinn með frjálsri aðferð, tímataka var ekki stöðvuð meðan skipt var um skíði og stafi, en um helmingur keppenda skipti um skíði eftir hefðbundna hlutann. Aðstæður voru góðar í Selárdal, gamall snjór og gott rennsli í góðri braut.

Úrslit mótsins má nálgast á vefsíðu Skíðafélagsins - smellið hér til að sjá úrslitin.
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01