28.02.2012 09:29
Frábær árangur Strandamanna í UngdomsVasan
Vösk sveit frá
Skíðafélagi Strandamanna er nú stödd í Svíþjóð þar sem Vasagangan fornfræga fer
fram næsta sunnudag. Fjölmargar skíðagöngur eru haldnar í vikunni fyrir stóru
gönguna. Ein af þeim er UngdomsVasa, en hún fór fram sunnudaginn 26. febrúar.
Þar kepptu þrír ungir Strandamenn og náðu þau öll frábærum árangri. Branddís Ösp
Ragnarsdóttir keppti í flokki 13-14 ára, en sá aldurshópur gengur 7 km. göngu.
Branddís endaði í 24. sæti af 73 keppendum á tímanum 24:17. Stefán Snær
Ragnarsson, bróðir Branddísar, keppti í flokki 11-12 ára og lauk keppni í 89.
sæti af 170 keppendum á tímanum 20:51. Númi Leó Rósmundsson keppti einnig í
flokki 13-14 ára og náði aldeilis frábærum árangri, lenti í 18. sæti af 82
keppendum á tímanum 20:20.
Þess má geta að krakkarnir af Ströndum voru
einu íslensku keppendurnir í UngdomsVasa. Á vefsíðu Skíðafélags Strandamanna kemur fram að þau hafi öll verið mjög ánægð með daginn, sól og
blíða hafi leikið við þau og göngufæri afar gott.
Við óskum krökkunum og aðstandendum innilega til hamingju með þennan
frábæra árangur. Einnig sendum við hlýja strauma til Sigríðar Jónsdóttur og
Rósmundar Númasonar sem keppa í HalvVasa í dag, þriðjudaginn 28. febrúar, en það er 45 km. ganga. Úrslit
úr henni verða birt hér á síðunni um leið og þau liggja fyrir.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01