29.02.2012 00:04

Rósi og Sigga með frábæran árangur í HálfVasa



Strandamenn voru áfram í eldlínunni í Svíþjóð í dag, en þar fór fram hálf Vasa-ganga, 45 km. að lengd. Þau Rósmundur Númason og Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir tóku þátt í göngunni og stóðu sig afskaplega vel. Sigríður var að ganga meira en 20 km. í fyrsta skipti og lauk keppni á 4 klukkutímum, 1 mínútu og 5 sekúndum. 

Alls tóku 198 keppendur þátt í aldursflokki Sigríðar, en hún lenti að lokum í 63. sæti - frábær árangur í fyrstu tilraun við þessa miklu vegalengd. Rósmundur stóð sig ekki síður vel, en hann gekk á 2:58:53 sem er besti tími sem hann hefur náð í HalvVasa til þessa. Alls luku 221 þátttakendur keppni í aldursflokki Rósmundar, en hinn frábæri tími hans dugði honum í 16. sæti í sínum aldursflokki sem er frábært afrek.

Auk þeirra Sigríðar og Rósmundar tók einn annar Íslendingur, Ólafur Jóhannsson úr Garðabæ, þátt í HalvVasan og stóð sig með ágætum í aldursflokki 65-69 ára. 

Við óskum Strandafólkinu okkar innilega til hamingju með FRÁBÆRA göngu og sendum hlýja strauma til þeirra - og hvetjum alla sem þetta lesa til að gera slíkt hið sama!
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01