06.03.2012 09:48

Myndir frá Ungdomsvasa

HSS-vefurinn fékk skemmtilega sendingu frá Svíþjóð nú um helgina, en þar hafa félagar úr Skíðafélagi Strandamanna verið við skíðagöngur og keppni, eins og margoft hefur komið fram hér á vefnum. Unga fólkið í ferðinni, Númi Leó Rósmundsson og Branddís Ösp og Stefán Snær Ragnarsbörn, kepptu í UngdomsVasa snemma í ferðinni og náðu þar prýðisgóðum árangri. Hér fyrir neðan gefur að líta smá sýnishorn af góðu veðri og glöðum Strandakrökkum á skíðum.


F.v. Stefán Snær, Númi Leó og Branddís Ösp áður en lagt var upp í UngdomsVasa.



Stefán Snær Ragnarsson í startholunum í UngdomsVasa. 


Glaðir og ánægðir Strandamenn eftir vel heppnaða göngu. 


Branddís og Númi í hvíldarstöðu. 


SkautaVasa startað, þar var Númi Leó Rósmundsson einn af keppendum.
 
Flettingar í dag: 303
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 609
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 276834
Samtals gestir: 31063
Tölur uppfærðar: 15.9.2025 21:43:22