15.03.2012 16:59

Strandagangan á laugardag - ýmis praktísk atriði

Nú styttist óðum í Strandagönguna (og hið víðfræga kaffihlaðborð sem margir bíða einnig spenntir eftir). Þeir keppendur sem verða komnir til Hólmavíkur á föstudaginn geta sótt sín númer milli kl. 19 og 22 á föstudagskvöldið hjá Rósmundi Númasyni formanni Skíðafélagsins, Víkurtúni 10 á Hólmavík, þar verður einnig hægt að greiða þátttökugjaldið. Skráning og afhending númera verður einnig á mótsstað laugardaginn 17. mars kl. 11:00 og 12:20.

Enn gerir veðurspáin ráð fyrir góðu veðri á laugardaginn en milli kl. 12 og 18 er spáð hægum vindi eða 6 m/s nv, 7 stiga frosti og sólskin með köflum og 0,1-0,2 mm úrkomu.

Rétt er að benda fólki á að hafa það í huga að vegirnir um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði eru mokaðir 6 daga vikunnar og eru því miður ekki mokaðir á laugardögum. Vegurinn suður Strandir er hvorki með vetrarþjónustu á laugardögum eða sunnudögum. Eins og spáin er í dag ætti færð ekki að vera til neinna vandræða fyrir þá sem koma að sunnan eða norðan, en aðfaranótt laugardagsins spáir norðanátt og éljagangi í stuttan tíma sem gæti ef til vill haft áhrif á færðina á Steingrímsfjarðarheiði. Öruggasta leiðin er að koma á föstudagskvöld, gott úrval af gististöðum er hér á svæðinu.

Þessi frétt birtist upphaflega á vefsíðu Skíðafélags Strandamanna.
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01