30.03.2012 10:42

Til hlaupara - ábending frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa

Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands hefur borist skýrsla Rannsóknarnefndar umferðaslysa vegna banaslyss sem varð á Eyjafjarðarbraut 20. janúar 2011.

Í skýrslunni kemur fram ábending til þeirra sem stunda útihlaup um að skoða öryggismál sín. Lögð er áhersla á að viðkomandi klæðist endurskinsvesti eða jakka. Þá bendir nefndin á að ljósgeisli aðalljósa bifreiða og bifhjóla lýsir niður á veginn. Af þeim sökum er ráðlegt að vera með endurskin í ökklahæð eða neðst á kálfa því að sú staðsetning kemur fyrr inn í ljósgeisla aðalljósa bifreiða en endurskin á efri hluta líkamans.

Hlauparar sem skokka á þjóðvegum ættu einnig að skoða hvort mögulegt sé að hlaupa utan þjóðvegar, sérstaklega í rökkri og myrkri.

ÍSÍ leggur áherslu á að ofangreindri ábendingu verði komið á framfæri við alla þá sem þið teljið að hún eigi erindi við. Mikilvægt er að huga ætíð vel að öryggismálum íþróttaiðkenda og vera sífellt vakandi fyrir aðstæðum sem geta skapað hættu.
Flettingar í dag: 488
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 248634
Samtals gestir: 27557
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 22:18:51