02.04.2012 09:28

Opið á skráningu á Landsmót 50 ára og eldri

Jæja, Strandamenn!

Nú er búið að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 + sem haldið verður í Mosfellsbæ helgina 8. - 10. júní. Það er um að gera fyrir alla að skrá sig sem fyrst þar sem fjöldi keppenda verður takmarkaður í ákveðnum greinum.

Keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup ( Álafosshlaup, 7 tindahlaup) badminton, blak, boccia, bridds, frjálsar, golf, hestaíþróttir, hringdansar, knattspyrna, kraftlyftingar, línudans, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir, strandblak, sund, sýningar og þríþraut. Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum mótsins hvort sem þeir eru í félagi eða ekki.

Þátttakendur greiða eitt mótsgjald og öðlast þar með þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Mótsgjald er 3.500 krónur óháð greinafjölda. Frítt verður á tjaldstæði mótshelgina í Mosfellsbæfellsbæ.

Skráningarformið er sáraeinfalt - það má nálgast með því að smella hér.  
Flettingar í dag: 488
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 248634
Samtals gestir: 27557
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 22:18:51