10.04.2012 13:05

Strandamenn gerðu góða hluti í Bláfjallagöngu

Sævar Birgisson og Sigríður Drífa Þórólfsdóttir með farandbikara fyrir bestan árangur í 20 km. göngu. Myndin er tekin af heimasíðu Skíðagöngufélagsins Ullar.

Félagar úr Skíðafélagi Strandamanna gerðu aldeilis góða ferð suður í gærdag, annan í páskum. Þá fór Bláfjallagangan 2012 fram í ágætu veðri og fínasta skíðafæri. Fram kemur á heimasíðu Skíðagöngufélagsins Ulli að 44 keppendur hófu gönguna og 41 lauk henni. 

Það voru þau Stefán Snær Ragnarsson, Halldór Víkingur Guðbrandsson, Númi Leó Rósmundsson, Sigríður Drífa Þórólfsdóttir, Birkir Þór Stefánsson, Ragnar Bragason og Rósmundur Númason sem kepptu fyrir hönd Skíðafélagsins á mótinu, en þau voru undantekningalítið í efstu sætum í sínum flokki og stóðu sig því frábærlega vel.

Sigríður Drífa fékk afhentan sérstakan farandbikar fyrir að ganga 20 km á skemmstum tíma, en hún rann skeiðið á 1:25:18.


Flettingar í dag: 318
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 248464
Samtals gestir: 27544
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 17:06:58