17.04.2012 10:41
Kraftmiklir Strandamenn sigra í skíðagöngum
Það er ekkert lát á öflugu starfi Skíðafélags Strandamanna og góðum árangri
skíðamanna af Ströndum. Innanfélagsmót hafa verið haldin í Selárdal undanfarið,
m.a. í skíðaskotfimi þann 14. apríl og sprettgöngukeppni var haldin sunnudaginn
15. apríl. Þá er unga fólkið á fullu að æfa fyrir Andrésar andarleikana sem fara
fram um komandi helgi.
Þá gerðu Strandamenn frábæra hluti í Orkugöngunni svokölluðu sem er árleg
skíðaganga sem fór fram laugardaginn 14. apríl á Reykjaheiði við Húsavík. Fimm
Strandamenn tóku þátt í göngunni. Árný Helga og Stefán Þór Birkisbörn gengu 1 km
á tímunum 15.59 og 16.08. Halldór Víkingur Guðbrandsson gekk 5 km á tímanum
31.43 og var með besta tíma karla í vegalengdinni. Sigríður Drífa Þórólfsdóttir
gekk 20 km á tímanum 1.15.56 og var fyrst kvenna í mark í 20 km göngunni og
jafnframt fyrsti og eini keppandinn í flokki kvenna 16-34 ára. Birkir Þór
Stefánsson gekk 35 km á tímanum 1.50.09 og sigraði í flokki karla 35-49 ára,
hann var jafnframt 3. í mark allra keppenda í 35 km vegalengdinni. Úrslit Orkugöngunnar má nálgast með því að smella hér.
HSS óskar þessum kraftmiklu Strandamönnum innilega til hamingju með
stórglæsilegan árangur!
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01