20.04.2012 09:26

Andrésarfarar standa sig vel - Friðrik með gull

Friðrik Heiðar Vignisson hampar verðlaunum eftir vel heppnaða göngu - ljósm. ÞSF

Í dag er annar keppnisdagur á Andrésar-andarleikunum á Akureyri, en keppni hófst í gær með pompi og prakt og góðri þátttöku Strandamanna í skíðagöngu. Í gær kepptu alls ellefu Strandakrakkar og sex þeirra náðu á pall. Einn náði sér í gullverðlaun, en það var Friðrik Heiðar Vignisson sem sigraði í 1. km. göngu næsta örugglega í sínum aldursflokki.

Öll úrslit í skíðagöngu gærdagsins má nálgast með því að smella hér, en keppnin mun að sjálfsögðu halda áfram í dag.
Flettingar í dag: 128
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 662
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 183156
Samtals gestir: 21867
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 10:53:25