20.04.2012 09:51

Héraðsmót í bridds á sunnudag


Héraðsmót í tvímenningi verður haldið í Félagsheimilinu í Árnesi í Trékyllisvík næstkomandi sunnudag, þann 22. apríl. Mótið hefst kl. 13:00 og hefur HSS samið við Briddsfélag Hólmavíkur um að hafa umsjón með framkvæmd mótsins, en Umf. Leifur Heppni í Árneshreppi mun án efa taka spilurunum opnum örmum. 

Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um mótshaldið geta sett sig í samband við Munda Páls í s. 893-1140, en annars er nóg að mæta á staðinn klár í spilamennskuna. 

Vonast er til að sem allra flestir sjái sér fært að mæta, en Héraðsmótið er að sjálfsögðu afbragðs æfing fyrir Landsmót 50 ára og eldri sem fram fer í Mosfellsbæ 8.-10. júní í sumar. Allir sem hyggjast taka þátt þar eru hvattir til að skrá sig með því að smella hér.
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01