20.04.2012 10:20

Sundmót UDN og HSS laugardaginn 28. apríl

Sameiginlegt sundmót UDN og HSS verður haldið í Grettislaug á Reykhólum laugardaginn 28. apríl kl. 14:00. Allir eru hjartanlega velkomnir á mótið. Þeta er tilvalið tækifæri fyrir krakkana okkar (og alla þá fullorðnu líka) til að sýna hvað í þeim býr í lauginni. Umf. Afturelding í Reykhólahreppi verður með pylsur og svala til sölu. Það er um að gera að smella sér yfir Þröskulda þennan sólríka laugardag, keppa í sundi og eiga góðan dag. 

Greinarnar á mótinu eru eftirfarandi:
8 ára og yngri  - 25 m bringusund og 25 skriðsund
9-10 ára - 25 m bringusund,  25 m baksund og 25 m skriðsund
11-12 ára  - 50 m bringusund, 25 m baksund, 50 m skriðsund og 25 m flugsund
13-14 ára - 50 m bringusund, 50 m baksund, 100 m bringusund, 50 m skriðsund og 25 m flugsund
15-16 ára - 50 m bringusund, 50 m baksund, 200 m bringusund, 50 m skriðsund og 25 m flugsund
17 ára og eldri - 50 m bringusund, 50 m baksund, 200 m bringusund, 50 m skriðsund, 100 m fjórsund (flugsund, baksund, bringusund og skriðsund) og 4x50 m boðsund.

Skráning fer fram í síma 690-3825 og í netfangið gustafjo@mmedia.is (Herdís). Skráningarfrestur er til föstudagsins 27. apríl.
Flettingar í dag: 102
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 662
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 183130
Samtals gestir: 21863
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 08:36:04