21.04.2012 09:47
Hólafjör UDN - Strandakrökkum boðið að vera með!
Hólafjör verður haldið í Reykhólaskóla dagana 27.-28. apríl. Hólafjör er
skemmtilegur viðburður fyrir krakka í 5.-10. bekk Reykhólaskóla, Auðarskóla
og grunnskólana á Ströndum. Í kjölfarið verður haldið sameiginlegt sundmót UDN
og HSS sem áður hefur verið auglýst hér á HSS-síðunni.
Skráning er hjá Rebekku Eiríksdóttur í s. 894-9123 eða bekka@simnet.is og
hjá Herdísi Reynisdóttur í s. 434-1541 eða í netfangið efrimuli@snerpa.is. Það kostar aðeins kr. 1.500 að taka þátt í Hólafjörinu. Skráning þarf að
fara fram fyrir kl 17:00 miðvikudaginn 25. apríl. Ef lágmarksþátttökufjöldi
næst ekki gæti Hólafjör fallið niður.
Til að geta haldið viðburð af þessu tagi þurfa foreldrar að leggjast á eitt
og vera tilbúnir að hjálpa til. Foreldrar af Ströndum sem geta komið og tekið
þátt í verkefninu ættu endilega að láta vita af sér.
Þátttakendur þurfa að hafa með sér svefnpoka, kodda, lak, sundföt,
íþróttaföt, útiföt, skemmtileg spil og DVD myndir og góða skapið.
Föstudagur 27. apríl
16:00-19:00 - Mæting og Box-kynning. Þátttakendum skipt upp í hópa og hver
hópur fær klukkustund í boxi. Hóparnir sem ekki eru í boxi hafa kost á að fara
í boccia. Þegar allir hópar hafa farið í box, verður kynning á hvernig keppni
fer fram, og e.t.v. prófað að keppa á móti andstæðingi.
19:45 - Matur. Pizza fyrir alla.
19:45 - Matur. Pizza fyrir alla.
20:15 - Kvöldvaka undirbúin. Allir sem áhuga hafa að vera með ,,uppistand"
eða taka þátt í að setja upp litla ör-leikþætti þurfa að gefa sig fram.
Afraksturinn verður svo sýndur síðar um kvöldið.
20:20 - Skákmót. Ef áhugi er fyrir hendi verður haldið örmót í skák, einnig
verða í boði ýmis spil og fleira fram að kvöldvöku.
21:30 - Kvöldvaka. Leikhópurinn sýnir afrakstur sinn ásamt öllum sem vilja
láta ljós sitt skína. Farið í hópeflisleiki. Diskótek og sprell fram að
miðnætti.
24:00 - Hugað að háttatíma.
01:00 - Ró komin á. Allir farnir að sofa. Gist í herbergjum og
skólastofum.
Laugardagur 28. apríl
09:00-10:00 - Morgunmatur.
10:00-13:00 - Smiðjur. Í boði verða 6 smiðjur. Þegar krakkarnir skrá sig
til þátttöku þarf að nefna þá smiðju sem þau vilja helst fara í og svo eina til
vara vegna takmarkaðs þátttökufjölda. Smiðjurnar standa yfir í um tvær
klukkustundir.
· Myndlistarsmiðja. Dagrún Magnúsdóttir mun kenna m.a.
vatnslitamálun.
· Matreiðsla. Bakað og eldað, eitthvað gott.
· Útileikir. Farið í ýmsa skemmtilega útileiki í nágreninu.
· Ljósmyndasmiðja. Toni mun kenna hina ýmsu möguleika sem
stafrænar myndavélar bjóða uppá. Nauðsynlegt að koma með myndavél.
· Hárgreiðslusmiðja. Silvía mun kenna m.a. ýmsar hárgreiðslur og
fl. Ef einhvern vantar módel þá verður hægt að bjarga því, bara að skrá sig.
Gott er að hafa hárbusta og greiðu með prjóni með sér.
· Tálg-smiðja. Farið út í skóg og tálgað, val um nokkur
verkefni.
12:30-13:30 - Matur og frágangur.
13:45 - Heimferð eða... Sundmót UDN og HSS!
Mætum öll og tökum þátt í fjörinu!
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01