23.04.2012 08:48
Nýjar stjórnir í Geisla, Leifi Heppna og Hörpu
Aðalfundur Umf. Geislans var haldinn þann 4. apríl sl. Á fundinum var kjörin ný stjórn félagsins, en meðal þeirra sem komu nýjir inn í stjórn var Árný Huld Haraldsdóttir sem var kjörinn formaður en Bryndís Sveinsdóttir lét af embætti formanns.
Ný stjórn Umf. Geislans lítur þannig út:
Ný stjórn Umf. Geislans lítur þannig út:
Árný Huld Haraldsdóttir formaður
Jóhann Áskell Gunnarsson gjaldkeri
Jóhann L Jónsson varaformaður
Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir ritari
Snorri Jónsson meðstjórnandi
Þá var aðalfundur Umf. Leifs heppna í Árneshreppi haldinn á skírdag, þann 5. apríl. Þar var einnig kosinn nýr formaður félagsins í stað Hilmars V. Gylfasonar.
Ný stjórn Umf. Leifs Heppna er þannig skipuð:
Guðbrandur Óli Albertsson formaður
Ingvar Bjarnason varaformaður
Bjarnheiður Júlía gjaldkeri
Arnar H. Ágústsson meðstjórnandi
Árný Björk Björnsdóttir ritari
Ungmennafélagið Harpa hélt sinn aðalfund á Borðeyri mánudaginn 9. apríl. Á honum var sama stjórn kjörin og setið hefur síðasta ár.
Í stjórn Umf. Hörpu eru:
Jón Pálmar Ragnarsson formaður
Ingimar Sigurðsson ritari
Alda Berglind Sverrisdóttir gjaldkeri
Héraðssamband Strandamanna óskar öllum kjörnum stjórnarmönnum innilega til hamingju með embættin og vonast til góðs samstarfs og öflugs félagsstarfs á komandi ári!
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01