24.04.2012 11:38
Fundarboð vegna 65. ársþings HSS
Ársþing HSS árið 2012 verður haldið í Tangahúsinu á Borðeyri sunnudaginn 6. maí kl.
13:00.
Dagskrá þingsins:
1. Þingsetning
2. Tilnefning fundarstjóra, varafundarstjóra, og tveggja
fundarritara
3. Skipun kjörbréfanefndar
4. Skýrsla stjórnar
5. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
6. Skýrsla framkvæmdastjóra
7. Kosning nefnda þingsins
a. Uppstillingarnefnd
b. Fjárhagsnefnd
c. Íþróttanefnd
d. Allsherjar og laganefnd
8. Framkomnar tillögur lagðar fram og vísað til
nefnda
9. Nefndarstörf
10. Nefndarálit, umræður og atkvæðagreiðslur
11. Kosningar
a. Stjórn og varastjórn
b. Tveir endurskoðendur og tveir til vara.
c. Ráð og nefndir skv. gildandi samþykktum og reglugerðum.
12. Önnur mál
13. Þingslit
Öllum meiri háttar málum skal vísað til nefnda. Fjárhagsnefnd skal fjalla
um reikninga og fjárhagsáætlun næsta árs. Einfaldur meirihluti ræður afgreiðslu
mála á ársþingi HSS, nema um lagabreytingu sé að ræða, þá þarf 2/3 hluta
greiddra atkvæða.
Mikilvægt er að kjörbréf komi með þingfulltrúum.
Fulltrúafjöldi aðildarfélaga árið 2012 er eftirfarandi:
Umf. Geislinn.......................... 20
Skíðafélag Strandamanna.......... 7
Umf. Neisti............................... 6
Umf. Harpa.............................. 5
Umf. Hvöt............................... 5
Umf. Leifur Heppni.................... 5
Sundfélagið Grettir................... 5
Golfklúbbur Hólmavíkur.............. 4
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01