25.04.2012 00:08

Minnt á umsóknarfrest í sérsjóð HSS

Við hjá HSS minnum aðildarfélög sambandsins á umsóknarfrest í sérsjóð sambandsins. Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 30. apríl nk. Umsóknir sem berast eftir miðnætti þann dag eru ekki teknar gildar. Sérsjóðurinn styrkir margvísleg verkefni á vegum aðildarfélaganna, en það er stjórn HSS sem tekur ákvörðun um og úthlutar styrkjunum.

Sækja skal um skriflega. Senda má umsókn með landpóstinum eða í netfangið tomstundafulltrui@trandabyggd.is. Umsókn verður að halda innihalda lýsingu á fyrirhuguðu verkefni.
Flettingar í dag: 131
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 662
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 183159
Samtals gestir: 21868
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 11:17:20