27.04.2012 14:27

Strandakrakkar fjölmenna á Hólafjör

Reykhólar - ljósm. tekin af strandir.is

Það er gaman að segja frá því að krakkar af Ströndum virðast ætla að fjölmenna á Hólafjör sem nágrannar okkar í UDN standa fyrir í dag og á morgun. Að sögn Rebekku Eiríksdóttur kennara, bónda og ungmennafélagsforkólfs á Stað eru um 40 krakkar skráðir í fjörið og þar af eru um 15 krakkar frá Ströndum. 

Við hjá HSS óskum okkar góðu nágrönnum í UDN til hamingju með þessa fínu þátttöku og vonum að allir skemmti sér hið besta!

Minnum einnig á skráningu á sundmót UDN og HSS - fresturinn til að skrá sig rennur út Í DAG.
Flettingar í dag: 504
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 645
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 298983
Samtals gestir: 31905
Tölur uppfærðar: 29.10.2025 07:24:18