28.04.2012 13:00
Hjólað í vinnuna - skráning hafin
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir heilsu- og hvatningarverkefninu
Hjólað í vinnuna í tíunda sinn dagana 9. - 29. maí 2012. Búið er að opna fyrir skráningu vinnustaða í keppnina. Heimasíða verkefnisins er á slóðinni hjoladivinnuna.is.
Við hjá HSS hvetjum alla vinnustaði á Ströndum - og Strandamenn alla - til að fara að huga að undirbúningi fyrir
átakið og hvetja sína starfsmenn til að taka fram hjólið og gera það klárt - því það er svo gaman að hjóla :)
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 663
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 762
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 348098
Samtals gestir: 33560
Tölur uppfærðar: 31.1.2026 16:49:42
