07.05.2012 22:07

Rósmundur Númason er íþróttamaður HSS árið 2011

Á nýafstöðnu ársþingi HSS sem haldið var í Tangahúsinu á Borðeyri sunnudaginn 6. maí var íþróttamaður ársins útnefndur. Formenn aðildarfélaga og stjórn HSS kjósa íþróttamanninn á hverju ári. Þessir hlutu atkvæði í kosningunni:

Birkir Þór Stefánsson
Guðjón Hraunberg Björnsson
Guðmundur Viktor Gústafsson
Hadda Borg Björnsdóttir  
Ingibjörg Emilsdóttir
Magnús Ingi Einarsson
Ragnar Bragason
Rósmundur Númason  
Sigríður Drífa Þórólfsdóttir




Fjórir efstu voru áberandi hæstir í kosningunni, en í fjórða sæti varð Birkir Þór Stefánsson með 10 stig, Ragnar Bragason var þriðji með 11 stig, Hadda Borg Björnsdóttir varð önnur með 18 stig og efstur að þessu sinni varð skíðagöngukappinn Rósmundur Númason með 21 stig. 

Rósmundur, sem er fæddur 1953, er formaður Skíðafélags Strandamanna og hefur þar í félagi við aðra góða aðila haldið uppi geysilega öflugri starfsemi undanfarin ár. Í skíðagöngumótum ársins var Rósmundur undantekningarlaust með efstu mönnum í sínum aldursflokki. Rósmundur gekk bæði Vasa og HalvVasa í febrúar síðastliðnum og stórbætti sinn besta árangur til þessa í Vasagöngunni. Þá hefur Rósmundur einnig verið öflugur í hlaupum og náði sér m.a. í tvö silfur á Landsmóti 50 ára og eldri, annað í 60 metra hlaupi og hitt í 3000 m. hlaupi. Þá náði Rósi einnig í brons í fjallaskokki í flokki 50 ára og eldri á sama móti. Rósmundur situr jafnframt í stjórn HSS og hlaut starfsmerki UMFÍ á ársþingi HSS í Árneshreppi árið 2011.

Við óskum Rósmundi innilega til hamingju með titilinn sem og öllum þeim sem tilnefndir voru.


Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01