09.05.2012 17:36
Jóhann Björn og Magnús heiðraðir af ÍSÍ
Á ársþingi HSS um liðna helgi notuðu menn að sjálfsögðu tækifærið til að hrósa fyrir það sem vel er gert í starfi sambands og ungmennafélaga. Hrósið kom einnig frá utanaðkomandi aðilum og góðum gestum þingsins; þeim Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ, Höllu Kjartansdóttur skrifstofustjóra ÍSÍ og Stefáni Skafta Steinólfssyni stjórnarmanni í UMFÍ.

Líney Rut veitti tveimur einstaklingum heiðursmerki frá ÍSÍ. Jóhann Björn Arngrímsson var sæmdur gullmerki fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á Ströndum í gegnum tíðina og Magnús Steingrímsson á Stað fékk silfurmerki fyrir starf í þágu skíðaíþróttarinnar. Jóhann Björn sat þingið fyrir hönd Golfklúbbs Hólmavíkur, en Magnús átti ekki heimangengt að þessu sinni og fær því merkið síðar.
Héraðssambandið óskar þeim Jóhanni Birni og Magnúsi innilega til hamingju með viðurkenninguna og framlag þeirra til hreyfingarinnar í gegnum árin.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01