25.05.2012 08:45

Muna að skrá sig á Landsmót 50 ára og eldri!

Skráningar á 2. Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður í Mosfellsbæ 8.-10. júní í sumar ganga vel. Undirbúningi miðar vel áfram og er reiknað með góðri þátttöku á mótið. Það er mikill hugur í mótshöldurum og gengur undirbúningur samkvæmt áætlun.

Athygli skal vakin á því að þátttakendafjöldi í golfi og pútti verður takmarkaður og því er um að gera fyrir keppendur í umræddum greinum að skrá í tíma til þátttöku.

Keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup ( Álafosshlaup, 7 tindahlaup) badminton, blak, boccia, bridds, frjálsar, golf, hestaíþróttir, hringdansar, knattspyrna, kraftlyftingar, línudans, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir, strandblak, sund, sýningar og þríþraut. Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum mótsins hvort sem þeir eru í félagi eða ekki.

Þátttakendur greiða eitt mótsgjald og öðlast þar með þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Mótsgjald er 3.500 krónur óháð greinafjölda. Frítt verður á tjaldstæði mótshelgina í Mosfellsbæfellsbæ.

Skráningarformið er sáraeinfalt - það má nálgast með því að smella hér.  

Strandamenn eru hvattir til að skrá sig til leiks í tíma - ekki klikka á þátttöku í þessu frábæra móti!
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01