28.05.2012 01:26

Góður árangur í miðlun og upplýsingagjöf hjá HSS

Eins og fram kemur í þinggerð 65. ársþings HSS sem nýverið var sett á vefinn okkar og sjá má með því að smella hér hefur verið gert talsvert átak í upplýsingamiðlun undanfarið ár. Langstærsti hluti átaksins hefur komið fram í auknum fréttaskrifum, bættri vefsíðu með meiri upplýsingum og notkun á fésbókinni. 

Þetta kom m.a. fram í skýrslu framkvæmdastjóra á ársþinginu. Hér fyrir neðan gefur að líta ánægjulegt súlurit sem sýnir hversu mjög heimsóknir á vefinn hafa aukist undanfarið, en árið 2011 voru einstakir gestir fleiri en nokkru sinni fyrr - alls 11.086 talsins. Mesti gestafjöldi á einu ári fyrir það var 4.199 gestir árið 2009. Það sem af er árinu 2012 hafa fleiri en fimm þúsund einstakir gestir heimsótt síðuna.

Þá jukust flettingar á vefsíðunni einnig gríðarlega mikið, um ríflega 300% frá því sem best var áður.

 
Héraðssambandið kann lesendum síðunnar bestu þakkir - og hvetur til áframhaldandi lesningar, enda alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast :)

Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01