29.05.2012 00:19
Úthlutað úr sérsjóði HSS
Í apríllok var auglýst vel og rækilega eftir umsóknum frá aðildarfélögum HSS í sérsjóð sambandsins, en í hann fer 10% af innkomnu fé frá Lottó. Forgangsverkefni sjóðsins er að styðja við endurbætur og uppbyggingu á íþróttaaðstöðu á starfssvæði sambandsins sem og að veita fjármagni til annarra
verkefna svo sem þjálfunar, óvæntra áfalla, ferðakostaðar á mót, nýjungar í starfi og fleira.
Tvær umsóknir bárust og ákvað stjórn HSS á stjórnarfundi sínum 2. maí 2012 að úthluta báðum umsóknaraðilum kr. 250.000.- Annars vegar var þar um að ræða Skíðafélag Strandamanna sem sótti um styrk vegna framkvæmda í Selárdal og hins vegar sótti Umf. Neisti um styrk til að reisa geymsluhúsnæði við nýjan sparkvöll á Drangsnesi.
HSS óskar styrkþegunum til hamingju og hvetur félögin til dáða við uppbygginguna.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01