12.06.2012 12:51
Kvennahlaup ÍSÍ á Drangsnesi og Hólmavík
Kvennahlaupið fer fram í 23. skipti um allt land laugardaginn 16. júní - og
líka á Hólmavík og Drangsnesi. Hlaupið á Hólmavík hefst við Íþróttamiðstöðina á
Hólmavík kl. 11:00. Hægt er að velja um að hlaupa 1, 3, 5 eða 10 km.
vegalengdir. Forskráning fer fram hjá Ingu Sigurðar í s. 847-4415 eða á
netfangið ingasig@holmavik.is. Frítt verður í sund fyrir þátttakendur í
Íþróttamiðstöð Hólmavíkur eftir hlaupið. Á Drangsnesi verður hlaupið frá
Fiskvinnslunni Drangi kl. 11:00. Vegalengdir í boði eru 3 km. og 5 km.,
forskráning í Kaupfélaginu.
Konur á Ströndum eru innilega hvattar til að taka virkan þátt í hlaupinu.
Sjá má alla hlaupastaði á landinu með því að smella hér.
Sjá má alla hlaupastaði á landinu með því að smella hér.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 664
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1090
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 275488
Samtals gestir: 31001
Tölur uppfærðar: 13.9.2025 16:29:03