13.06.2012 12:29
Námskeið í Taekwondo
Í sumar verður boðið upp á Taekwondo-námskeið á Hólmavík! Íþróttin á rætur
sínar í Kóreu og er einstaklega skemmtileg og öðruvísi bardaga- og
sjálfsvarnaríþrótt sem hæfir öllum frá 6 ára aldri. Íþróttin byggist fyrst og
fremst á sjálfsvörn þar sem fæturnar eru í aðalhlutverki. Taekwondo er aðallega
gerð fyrir það að kunna að verja sig, ekki til þess að læra að slást eða meiða
andstæðinginn.
Námskeiðin standa yfir í fjórar vikur. Þau hefjast miðvikudaginn 20. júní,
en skráningu verður að vera lokið þann 17. júní. Til að skrá sig eða fá nánari
upplýsingar skal hafa samband í s. 659-1731 eða á netfangið
ingiberla@gmail.com. Þátttakendum verður skipt í 6-12 ára og 13-16 ára hópa, en einnig
er boðið uppá fullorðinsnámskeið fyrir foreldra. Þjálfari námskeiðsins er
Ingibjörg Erla Árnadóttir, 2 svartar rendur á rauða belti. Aðstoðarmenn eru
Arnar Sigurðsson og Steinn Ingi Árnason.
Verð fyrir námskeiðið er aðeins kr. 4.900 fyrir 6-12 ára, 5.900 fyrir 13-16
ára og 6.900 fyrir fullorðna. Veglegur afsláttur er gefinn ef fleiri en einn
aðili úr sömu fjölskyldu tekur þátt - ef fleiri en tveir æfa er bara borgað
fyrir tvo úr sömu fjölskyldu. Fimm manna fjölskylda þyrfti þá bara að borga
fyrir tvo dýrustu. Strandamenn eru hvattir til að nýta sér þetta flotta námskeið
til hins ítrasta!
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01