14.06.2012 09:55
Sundmót Umf. Neista þjóðhátíðardaginn 17. júní
Ungmennafélagið Neisti á Drangsnesi heldur hressilegt sundmót í
sundlauginni á Drangsnesi á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Mótið er ætlað öllum
aldurshópum og allir - syndir eða ósyndir - geta tekið þátt í mótinu (þeir sem
eiga erfitt með sundtökin fá að líkindum hjálp við að komast í mark).
Raðað
verður í hentuga keppnisflokka á staðnum eftir getu, stærð og öðru tilheyrand og
fá allir verðlaun! Skráning er á staðnum og mótið hefst kl. 13:00. Strandamenn
eru hvattir til að mæta á þessa skemmtilegu nýbreytni í íþróttaflórunni á
Ströndum!
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 250
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 248396
Samtals gestir: 27544
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 13:45:29